Enski boltinn

Beckham fundaði með Gordon Brown

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Beckham ræddi m.a. um íþróttaiðkun barna við Gordon Brown.
David Beckham ræddi m.a. um íþróttaiðkun barna við Gordon Brown.

David Beckham fór á fund með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á Downing stræti í kvöld. Í viðtali við BBC eftir fundinn sagði Beckham að Brown væri að gera mjög góða hluti.

Þeir félagar ræddu meðal annars um Beckham fótbolta-akademíuna og hvernig hægt sé að tengja hana við skóla á Bretlandi. Brown ætlar að heimsækja akademíuna síðar í vikunni og kynnast þeim áhrifum sem íþróttaiðkun hefur á börn.

Talað hefur verið um að Beckham verði aðaltalsmaður í umsókn Englands til að fá að halda HM 2018. Beckham sagðist vera mjög áhugasamur en það mál væri í höndum enska knattspyrnusambandsins frekar en hjá Brown.

„Hann er mjög góður maður. Hann hugsar vel um okkar land og er að gera góða hluti. Ég er mjög stoltur af því að hafa verið hérna í kvöld," sagði Beckham um Brown í samtali við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×