Enski boltinn

Íraskur landsliðsmaður sagður hafa samið við Man City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nashat Akram í leik með íraska landsliðinu.
Nashat Akram í leik með íraska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Íraski landsliðsmaðurinn Nashat Akram verður á fimmtudaginn kynntur sem nýr leikmaður Manchester City, samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu kappans.

Á heimasíðunni segir einnig að Akram hafi staðist læknisskoðun í gær en hann hefur að undanförnu æft með liðinu. Hann lék síðast með Al-Alin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hann varð þriðji í kjöri knattspyrnumanns ársins í Asíu en Írak varð á síðasta ári álfumeistari.

Ef rétt reynist verður hann fyrsti Írakinn sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði einnig verið orðaður við önnur lið í deildinni, til að mynda Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×