Enski boltinn

Defoe ætlar að sanna sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Defoe í leik með Tottenham gegn Manchester City.
Defoe í leik með Tottenham gegn Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Jermain Defoe hefur greint frá því að Juande Ramos, stjóri Tottenham, hafi sagt honum að hann mætti finna sér nýtt félag.

Defoe er samningsbundinn Tottenham til loka næstu leiktíðar og sagði í samtali við The Sun að hann ætlar að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá liðinu.

„Stjórinn sagði að ég mætti fara ef ég vildi en ég vil vera áfram hjá liðinu og sanna að hann hefur rangt fyrir sér," sagði Defoe.

„Ég hélt að hann ætlaði að segja mér að ég væri í byrjunarliðinu gegn Arsenal í deildabikarkeppninni. Ég hélt að hann væri að grínast."

Defoe segir að hátt settir menn hjá félaginu vilja halda sér. „Ég myndi gjarnan vilja skrifa undir nýjan samning en það er vitaskuld ekki hægt ef ég fæ ekkert að spila. Ef ég hefði viljað fara til annars félags hefði ég gert það fyrir löngu síðan. Ég hef aldrei sagst vilja fara frá Tottenham og það hefur ekkert breyst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×