Enski boltinn

Pienaar fær ekki að spila

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pienaar er hér í leik gegn Manchester United þar sem hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta brot á Ryan Giggs.
Pienaar er hér í leik gegn Manchester United þar sem hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta brot á Ryan Giggs.

FIFA hefur tilkynnt Everton að félagið verði að láta Steven Pienaar lausan til að hann geti farið í Afríkukeppnina. Everton ætlaði að láta leikmanninn spila gegn Chelsea á morgun.

David Moyes, stjóri enska liðsins, taldi að hann mætti láta Pienaar leika þennan leik en hefur nú fengið þá skipun að sleppa leikmanninum í Afríkukeppnina þar sem hann mun leika með Suður-Afríku.

Leikur Everton og Chelsea á morgun er í undanúrslitum enska deildabikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×