Enski boltinn

Liverpool gæti fengið Havant & Waterlooville í heimsókn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn H&W fagna jafnteflinu gegn Swansea um helgina. Eins og sjá má auglýsir Carlsberg á búningum liðsins, rétt eins og Liverpool.
Leikmenn H&W fagna jafnteflinu gegn Swansea um helgina. Eins og sjá má auglýsir Carlsberg á búningum liðsins, rétt eins og Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en þriðja umferðin hófst núna um helgina.

64 lið tóku þátt í þriðju umferðinni um helgina en tólf leikjum lyktaði með jafntefli og þarf því að endurtaka þá leiki í næstu viku.

Eitt utandeildarlið var með í pottinum í dag en Havant & Waterlooville náði jafntefli gegn Swansea á útivelli um helgina og mætast því liðin aftur á heimavelli fyrrnefnda liðsins í næstu viku.

Sigurvegari þess leiks mætir sigurvegara leiks Liverpool og Luton í næstu viku en þau lið gerðu einnig jafntefli um helgina.

Það er því möguleiki á því að stórlið Liverpool fái Havant & Waterlooville í heimsókn.

Að minnsta kosti tveir úrvalsdeildarslagir verða í fjórðu umferðinni. Wigan tekur á móti Chelsea og Manchester United fær sigurvegara leiks Tottenham og Reading í heimsókn.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fá lið Plymouth í heimsókn.

Leikirnir í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar:

Arsenal - Stoke City/Newcastle

Coventry - Walsall/Millwall

Oldham - Huddersfield Town

Swindon/Barnet - Fulham/Bristol Rovers

Wigan - Chelsea

Luton/Liverpool - Swansea/Havant & Waterlooville

Southend - Barnsley

Southampton - Norwich/Bury

Manchester United - Tottenham/Reading

Portsmouth - Plymouth

Derby/Sheffield Wednesday - Preston

Watford - Wolves

Peterborough - Charlton/WBA

Sheffield United - West Ham/Manchester City

Mansfield - Middlesbrough

Tranmere/Hereford - Cardiff


Tengdar fréttir

Bílasalinn bjargaði deginum

Dramatíkin í enska bikarnum endurspeglaðist skemmtilega í leik Swansea og utandeildarliðsins Havant/Waterlooville í dag þegar liðin skildu jöfn 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×