Enski boltinn

Bílasalinn bjargaði deginum

Mikil harka var í leiknum í dag
Mikil harka var í leiknum í dag NordicPhotos/GettyImages

Dramatíkin í enska bikarnum endurspeglaðist skemmtilega í leik Swansea og utandeildarliðsins Havant/Waterlooville í dag þegar liðin skildu jöfn 1-1.

Swansea er á toppi ensku C-deildarinnar og var fyrirfram talið öruggur sigurvegari gegn liðinu sem berst í Blue Square South-utandeildinni. Annað átti þó eftir að koma á daginn.

Heimamenn í Swansea komust á bragðið eftir 73 mínútna leik þegar Andy Robinson skoraði laglegt mark úr aukaspyrnu. Fimm mínútum síðar var bakvörður utandeildarliðsins rekinn af velli fyrir ljóta tæklingu á leikmann Havant-liðsins, en upp úr því brutust út handalögmál á vellinum og hnefahöggum rigndi - með þeim afleiðingum að fyrirliða Swansea var vikið af velli.

Útlit var fyrir heimamenn væru búnir að landa sigrinum, en baráttuglaðir gestirnir voru ekki hættir. Varamaðurinn Tony Taggart slapp upp vænginn og upp úr fyrirgjöf hans skoraði bílasalinn Rocky Baptiste og tryggði utandeildarliðinu aukaleik á heimavelli. Swansea fékk reyndar ágæt færi á lokamínútunum en náði ekki að skora.

Þetta þýðir að utandeildarliðið verður með í pottinum þegar dregið verður í fjórðu umferði keppninnar og fær annan leik á móti hærra skrifuðum andstæðingum sínum - þá á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×