Enski boltinn

Newcastle þarf að mæta Stoke aftur

NordicPhotos/GettyImages

Newcastle náði aðeins markalausu jafntefli við Stoke City í lokaleik dagsins í enska bikarnum. Leikurinn var sannarlega ekki mikið fyrir augað, en segja má að gestirnir hafi sloppið vel með jafntefli og fá tækifæri til að gera betur á heimavelli.

Bæði lið fengu reyndar úrvalsfæri til að gera út um leikinn en boltinn vildi ekki inn fyrir línuna. Allar aðstæður voru til staðar fyrir Stoke til að auka pressuna á Sam Allardyce, stjóra Newcastle, en hann forðaði liði sínu frá fjórða tapinu í röð í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×