Enski boltinn

Rooney er hetja

John Carew var hrifinn af töktum Rooney
John Carew var hrifinn af töktum Rooney NordicPhotos/GettyImages

Norski framherjinn John Carew hjá Aston Villa skorar á Fabio Capello að byggja leik enska landsliðsins upp í kring um framherjann Wayne Rooney eftir að hann varð vitni að frábærri innkomu hans í sigri Manchester United á Villa í gær.

Rooney kom inn sem varamaður í leiknum og átti stóran þátt í sigri Manchester United. Þetta fór ekki framhjá Norðmanninum sem vissi að Fabio Capello var í stúkunni að fylgjast með.

"Rooney er frábær leikmaður og hreyfingar hans og hlaup eru mjög áhrifarík. Þeir ættu að kalla hann Braveheart eða eitthvað, því hann spilar sannarlega með hjartanu. Enskir ættu að vera stoltir af honum því hann er stórkostlegur leikmaður sem kæmist í hvaða lið sem er í heiminum. Ég er því viss um að Fabio Capello muni byggja enska landsliðið upp í kring um Rooney í framtíðinni, því hann hefur verið að vinna með sterkum leikmönnum hjá frábærum liðum allan sinn feril," sagði Carew, sem spilaði undir stjórn Ítalans hjá Roma á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×