Enski boltinn

Luton krækti í bónusleik á Anfield

Drew Talbot fagnar jöfnunarmarki Luton í dag
Drew Talbot fagnar jöfnunarmarki Luton í dag NordicPhotos/GettyImages

Liverpool náði ekki að tryggja sér sæti í fjórðu umferð enska bikarsins í dag þegar liðið varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli gegn Luton. Viðureign liðanna á þessu stigi keppninnar fyrir tveimur árum var í meira lagi söguleg og ekki vantaði upp á dramatíkina að þessu sinni.

Liverpool lagði Luton 5-3 í ótrúlegum leik í þriðju umferð bikarsins fyrir tveimur árum þar sem þeir rauðu lentu undir 3-1. Liverpool náði forystunni með marki Peter Crouch í síðari hálfleik og kom það sér vel fyrir framherjann þar sem Fabio Capello landsliðsþjálfari fylgdist með leiknum í stúkunni.

Liverpool var ekki með sitt sterkasta lið í dag og náði ekki að nýta færi sín. Liðinu var refsað fyrir það skömmu fyrir leikslok þegar John Arne Riise varð fyrir því óláni að blaka fyrirgjöf heimamanna í eigið net.

Liðin verða því að mætast að nýju á þriðjudaginn eftir rúma viku og það eru án efa ágæt tíðindi fyrir Luton sem berst í bökkum fjárhagslega. Liðið er í fallbaráttu í ensku 1. deildinni eftir að 10 stig voru dregin af því vegna fjármálaóreiðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×