Enski boltinn

United áfram í bikarnum

NordicPhotos/GettyImages

Manchester United varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti fjórðu umferð enska bikarsins þegar liðið vann 2-0 útisigur á Aston Villa í fremur bragðdaufum leik á Villa Park. Það voru Christiano Ronaldo og varamaðurinn Wayne Rooney sem skoruðu mörk United á síðustu 10 mínútum leiksins.

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello fylgdist með leiknum úr áhorfendastæðunum og sá þarna níu leikmenn sem gjaldgengir eru í enska landsliðið. Þetta var þrettándi sigur Manchester United á Villa í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×