Úrvalsdeildarliðin fengu að kenna á því 5. janúar 2008 17:11 Ian Dowie og félagar í Coventry burstuðu Blackburn í bikarnum NordicPhotos/GettyImages Enska bikarkeppnin í knattspyrnu er jafnan vettvangur óvæntra úrslita og á því varð engin breyting í dag þegar fjögur lið úr efstu deild fengu skelli gegn minni spámönnum. Það voru Coventry, Sheffield United, Huddersfield og Oldham sem komu mest á óvart í þeim fjölda leikja sem voru á dagskrá í dag. Coventry gerði sér lítið fyrir og malaði Blackburn 4-1 á útivelli og var sigur lærisveina Ian Dowie fyllilega verðskuldaður. Blackburn byrjaði vel í leiknum en Michael Mifsud kom gestunum yfir í leiknum. Elliott Ward bætti við öðru marki úr víti og Dele Adebola skoraði þriðja markið. David Bentley minnkaði muninn fyrir Blackburn en það var svo Mifsud sem skoraði fjórða og síðasta mark Coventry og fullkomnaði niðurlægingu Blackburn. Sheffield United sparkaði Bolton út úr keppninni með 1-0 sigri á útivelli. Bolton var án Nicolas Anelka í dag og var fyrir vikið bitlaust í sóknarleiknum. Það var David Carney sem skoraði sigurmark United í leiknum og tryggði liðinu fyrsta sigurinn í Bolton síðan árið 1977. Oldham gerði sér lítið fyrir og sló Everton út úr keppninni þar sem glæsilegt mark frá Gary McDonald í upphafi síðari hálfleik tryggði gestunum verðskuldaðan sigur, þrátt fyrir að heimamenn hefðu reyndar farið illa með nokkur góð færi í leiknum. Þá gerði Huddersfield út um vonir Birmingham í keppninni með 2-1 sigri á heimavelli, en vel má vera að Alex McLeish vilji frekar einbeita sér að því að halda Birmingham uppi í úrvalsdeildinni en náð langt í bikarnum. Chelsea vann nokkuð auðveldan 1-0 sigur á QPR þar sem markvörður gestanna skoraði sjálfsmark eftir að skot Claudio Pizarro fór í stöngina, í markvörðinn og í netið. Middlesbrough lenti undir gegn Bristol City en náði að koma til baka og tryggja sér 2-1 sigur á útivelli. Liam Fontaine kom City yfir í leiknum en þeir Stewart Downing og David Wheater tryggðu Boro sigurinn. Boro lenti einnig í bullandi vandræðum með City í keppninni á síðasta ári. Lukkudýrið hjá Huddersfield gleymdi sér í gleðinni í dagNordicPhotos/GettyImages Súrt tap hjá Ipswich Ipswich þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Portsmouth á heimavelli eftir að hafa verið manni færri frá því í fyrri hálfleik. Liam Trotter var þá vikið af leikvelli eftir að hafa fengið beint rautt fyrir tæklingu sem virtist alls ekki alvarleg. Það var svo David Nugent sem tryggði Portsmouth sigurinn með marki skömmu eftir leikhlé, en heimamenn náðu ekki að jafna þrátt fyrir hetjulega baráttu. Hermann Hreiðarsson var á sínum stað í liði Portsmouth í dag, en hann þekkir vel til á þessum velli þar sem hann lék áður með Ipswich. Sunderland steinlá heima 3-0 fyrir Wigan í slag tveggja úrvalsdeildarliða, þar sem varnarleikur Sunderland varð liðinu að falli í dag. Paul Scharner kom gestunum á bragðið eftir varnarmistök og Paul McShane skoraði svo sjálfsmark. Það var svo David Cotterill sem innsiglaði sigur gestanna með marki á 76. mínútu. Tottenham náði aðeins jafntefli úti gegn varaliði Reading 2-2. Dimitar Berbatvo skoraði bæði mörk Tottenham en Stephen Hunt bæði mörk Reading, sem bæði geta skrifast að hluta á Paul Robinson í marki Tottenham. Varamaðurinn Tom Huddlestone var rekinn af velli hjá Tottenham fyrir að reyna að skalla Bobby Convey. Þá skildu West Ham og Manchester City jöfn í bragðdaufum leik og þurfa því að mætast aftur rétt eins og Tottenham og Reading.Úrslit dagsins í enska bikarnumChasetown 1 - 3 Cardiff C. Walsall 0 - 0 Millwall Wolves 2 - 1 Cambridge U. Barnsley 2 - 1 Blackpool Blackburn R. 1 - 4 Coventry C. Bolton W. 0 - 1 Sheffield U. Brighton 1 - 2 Mansfield T. Bristol C. 1 - 2 Middlesbrough Charlton 1 - 1 West Bromwich A. Chelsea 1 - 0 Queens Park R. Colchester 1 - 3 Peterborough U. Huddersfield 2 - 1 Birmingham C. Ipswich T. 0 - 1 Portsmouth Norwich C. 1 - 1 Bury Plymouth 3 - 2 Hull C. Preston 1 - 0 Scunthorpe U. Southampton 2 - 0 Leicester C. Southend U. 5 - 2 Dagenham & R'bridge Sunderland 0 - 3 Wigan Athletic Swansea C. 1 - 1 Havant and W. Swindon T. 1 - 1 Barnet Tottenham H. 2 - 2 Reading Tranmere R. 2 - 2 Hereford U. Watford 2 - 0 Crystal Palace West Ham U. 0 - 0 Manchester C. Everton 0 - 1 Oldham AthleticLeikur Aston Villa og Manchester United hófst klukkan 17:15 Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Enska bikarkeppnin í knattspyrnu er jafnan vettvangur óvæntra úrslita og á því varð engin breyting í dag þegar fjögur lið úr efstu deild fengu skelli gegn minni spámönnum. Það voru Coventry, Sheffield United, Huddersfield og Oldham sem komu mest á óvart í þeim fjölda leikja sem voru á dagskrá í dag. Coventry gerði sér lítið fyrir og malaði Blackburn 4-1 á útivelli og var sigur lærisveina Ian Dowie fyllilega verðskuldaður. Blackburn byrjaði vel í leiknum en Michael Mifsud kom gestunum yfir í leiknum. Elliott Ward bætti við öðru marki úr víti og Dele Adebola skoraði þriðja markið. David Bentley minnkaði muninn fyrir Blackburn en það var svo Mifsud sem skoraði fjórða og síðasta mark Coventry og fullkomnaði niðurlægingu Blackburn. Sheffield United sparkaði Bolton út úr keppninni með 1-0 sigri á útivelli. Bolton var án Nicolas Anelka í dag og var fyrir vikið bitlaust í sóknarleiknum. Það var David Carney sem skoraði sigurmark United í leiknum og tryggði liðinu fyrsta sigurinn í Bolton síðan árið 1977. Oldham gerði sér lítið fyrir og sló Everton út úr keppninni þar sem glæsilegt mark frá Gary McDonald í upphafi síðari hálfleik tryggði gestunum verðskuldaðan sigur, þrátt fyrir að heimamenn hefðu reyndar farið illa með nokkur góð færi í leiknum. Þá gerði Huddersfield út um vonir Birmingham í keppninni með 2-1 sigri á heimavelli, en vel má vera að Alex McLeish vilji frekar einbeita sér að því að halda Birmingham uppi í úrvalsdeildinni en náð langt í bikarnum. Chelsea vann nokkuð auðveldan 1-0 sigur á QPR þar sem markvörður gestanna skoraði sjálfsmark eftir að skot Claudio Pizarro fór í stöngina, í markvörðinn og í netið. Middlesbrough lenti undir gegn Bristol City en náði að koma til baka og tryggja sér 2-1 sigur á útivelli. Liam Fontaine kom City yfir í leiknum en þeir Stewart Downing og David Wheater tryggðu Boro sigurinn. Boro lenti einnig í bullandi vandræðum með City í keppninni á síðasta ári. Lukkudýrið hjá Huddersfield gleymdi sér í gleðinni í dagNordicPhotos/GettyImages Súrt tap hjá Ipswich Ipswich þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Portsmouth á heimavelli eftir að hafa verið manni færri frá því í fyrri hálfleik. Liam Trotter var þá vikið af leikvelli eftir að hafa fengið beint rautt fyrir tæklingu sem virtist alls ekki alvarleg. Það var svo David Nugent sem tryggði Portsmouth sigurinn með marki skömmu eftir leikhlé, en heimamenn náðu ekki að jafna þrátt fyrir hetjulega baráttu. Hermann Hreiðarsson var á sínum stað í liði Portsmouth í dag, en hann þekkir vel til á þessum velli þar sem hann lék áður með Ipswich. Sunderland steinlá heima 3-0 fyrir Wigan í slag tveggja úrvalsdeildarliða, þar sem varnarleikur Sunderland varð liðinu að falli í dag. Paul Scharner kom gestunum á bragðið eftir varnarmistök og Paul McShane skoraði svo sjálfsmark. Það var svo David Cotterill sem innsiglaði sigur gestanna með marki á 76. mínútu. Tottenham náði aðeins jafntefli úti gegn varaliði Reading 2-2. Dimitar Berbatvo skoraði bæði mörk Tottenham en Stephen Hunt bæði mörk Reading, sem bæði geta skrifast að hluta á Paul Robinson í marki Tottenham. Varamaðurinn Tom Huddlestone var rekinn af velli hjá Tottenham fyrir að reyna að skalla Bobby Convey. Þá skildu West Ham og Manchester City jöfn í bragðdaufum leik og þurfa því að mætast aftur rétt eins og Tottenham og Reading.Úrslit dagsins í enska bikarnumChasetown 1 - 3 Cardiff C. Walsall 0 - 0 Millwall Wolves 2 - 1 Cambridge U. Barnsley 2 - 1 Blackpool Blackburn R. 1 - 4 Coventry C. Bolton W. 0 - 1 Sheffield U. Brighton 1 - 2 Mansfield T. Bristol C. 1 - 2 Middlesbrough Charlton 1 - 1 West Bromwich A. Chelsea 1 - 0 Queens Park R. Colchester 1 - 3 Peterborough U. Huddersfield 2 - 1 Birmingham C. Ipswich T. 0 - 1 Portsmouth Norwich C. 1 - 1 Bury Plymouth 3 - 2 Hull C. Preston 1 - 0 Scunthorpe U. Southampton 2 - 0 Leicester C. Southend U. 5 - 2 Dagenham & R'bridge Sunderland 0 - 3 Wigan Athletic Swansea C. 1 - 1 Havant and W. Swindon T. 1 - 1 Barnet Tottenham H. 2 - 2 Reading Tranmere R. 2 - 2 Hereford U. Watford 2 - 0 Crystal Palace West Ham U. 0 - 0 Manchester C. Everton 0 - 1 Oldham AthleticLeikur Aston Villa og Manchester United hófst klukkan 17:15
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira