Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að versla í janúar

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson hefur nú skvett köldu vatni á fréttir fjölmiðla á Englandi og segir Manchester United ekki ætla að kaupa leikmenn í janúar. Félagið hefur verið orðað sterklega við framherjann Dimitar Berbatov hjá Tottenham.

"Það eru gömul tíðindi að fjölmiðlar skrifi um fyrirhuguð leikmannakaup okkar í janúar," sagði Ferguson og ítrekaði að ekkert yrði aðhafst hjá félaginu í félagaskiptaglugganum.

"Við létum Johnny Evans fara til Sunderland á lánssamningi af því við teljum að hann hafi gott af því. Hann hefur ekki fengið nógu mörg tækifæri hjá okkur í haust og við trúum því að hann geti orðið frábær leikmaður ef hann fær keppnisreynslu," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×