Enski boltinn

Sven sagður vilja Dudek til City

Dudek er öllum hnútum kunnugur á Englandi eftir nokkur ár með Liverpool
Dudek er öllum hnútum kunnugur á Englandi eftir nokkur ár með Liverpool NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City á Englandi, er sagður vera í viðræðum við Real Madrid um að fá til sín pólska markvörðinn Jerzy Dudek hjá Real Madrid.

Dudek, sem er 34 ára gamall, hefur verið varaskeifa allar götur síðan hann gekk í raðir Spánarmeistaranna en honum hefur verið tjáð af landsliðsþjálfara sínum að hann verði ekki inni í myndinni á EM í sumar ef hann fái ekki að spila reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×