Enski boltinn

Gerum allt til að halda Mascherano

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segir félagið muni gera allt sem í þess valdi stendur til að halda miðjumanninum Javier Mascherano í sínum röðum áfram.

Mascherano er á lánssamningi hjá Liverpool frá West Ham, en hefur verið orðaður við lið eins og Juventus og Barcelona. Liverpool á forkaupsréttinn á Argentínumanninum snjalla en talið er að félagið þurfi að punga út um 17 milljónum punda til að tryggja sér þjónustu hans.

"Við gerum okkar besta til að halda honum hérna og við vitum af áhuga liða eins og Juventus. Við eigum hinsvegar forkaupsréttinn á honum svo við verðum bara að sjá hvað gerist. Javier er ánægður hérna og vill vera áfram," sagði Benitez á heimasíðu Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×