Enski boltinn

Ævintýrið á enda hjá Chasetown

NordicPhotos/GettyImages

Utandeildarliðið Chasetown féll úr keppni í enska bikarnum í dag þegar það tapaði 3-1 á heimavelli fyrir Cardiff. Chasetown, sem leikur sex deildum fyrir neðan Cardiff, komst yfir í leiknum, en varð að lúta í gras.

Chasetown er minnsta liðið í sögu bikarkeppninnar til að ná svo langt í keppninni og liðið gerði Cardiff erfitt fyrir á löngum köflum fyrir framan rúmlega 2000 áhorfendur á Scholars Ground.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×