Fótbolti

Phil O'Donnell borinn til grafar í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil O'Donnell.
Phil O'Donnell. Nordic Photos / Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Phil O'Donnell verður borinn til grafar í dag í Hamilton, heimabæ sínum í Skotlandi.

Hann lést úr hjartabilun í knattspyrnuleik Motherwell og Dundee United fyrir skömmu en hann var fyrirliði fyrrnefnda liðsins. Hann var 35 ára gamall og fjögurra barna faðir.

Að beiðni eiginkonu hennar munu eingöngu ættingjar og vinir viðstaddir útförina í dag.

Mikil sorg hefur ríkt í Skotlandi vegna fráfalls O'Donnell en fjölmörgum leikjum í skosku úrvalsdeildinni hefur verið frestað á undanförnum dögum.

Þó svo að Hamilton er ekki fjölmennur bær ólust margir þekktir knattspyrnumenn þar upp, svo sem Barry Ferguson, fyrirliði skoska landsliðsins og Glasgow Rangers, og Bobby Shearer sem einnig var landsliðsfyrirliði Skota og fyrirliði Rangers á sínum tíma.

Jock Stein, fyrrum landsliðsþjálfari Skota, var einnig frá Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×