Enski boltinn

Mourinho: Svindlarar í ensku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Inter á Ítalíu.
Jose Mourinho, stjóri Inter á Ítalíu. Nordic Photos / AFP
Jose Mourinho segir að svindlarar þrífist í ensku úrvalsdeildinni og að það sé þjálfurunum að kenna þar í landi.

„Ég er ekki lengur stjóri Chelsea en það er ákveðin „svindlaramenning" í Englandi," sagði Mourinho í samtali við feelfootball.com. Átti hann það sem hefur verið kallað dýfingar - þegar leikmenn láta sig detta og fiska þannig vítaspyrnur.

„Ég held að ég hafi rétt fyrir mér þegar ég segi að Drogba, Ronaldo, Torres og Van Persie eru allir dýfingarmenn. Þetta eru framherjar sem hafa fiskað margar vítaspyrnur í gegnum árin."

„Enski boltinn gagnrýnir slíka leikmenn en það eru þjálfararnir sem kenna leikmönnum sínum að spila svona. Leikmönnum á Spáni, Ítalíu og Portúgal er kennt að spila sanngjarna knattspyrnu og að vinna heiðarlega."

„En þegar að leikmaður færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina verður hann að aðlaga sig nýjum aðstæðum og læra að fiska vítaspyrnur. Drogba er betri leikmaður í dag en hann var, rétt eins og Torres og Ronaldo."

Mourinho sagði enn fremur að hann vildi ekki að sínir leikmenn svindluðu með þessum hætti en einnig að þeir eiga ekki að standa í lappirnar þegar þeir eru tæklaðir illa.

„Það er sjaldgæft að leikmenn fái aukaspyrnu ef þeir standa í lappirnar. Ég segi mínum leikmönnum að vera fastir fyrir og sýna þroskaða hegðun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×