Fótbolti

Kasakar keyptu enskar landsliðstreyjur

Lampard virðist vera heitur í Kasakstan
Lampard virðist vera heitur í Kasakstan NordicPhotos/GettyImages

Landsliðsmenn Kasakstan fóru mikinn í verslunarleiðangri í London fyrir leik sinn gegn Englendingum á laugardaginn.

Breska blaðið Sun greinir frá því að þeir hafi skellt sér á útsölu í íþróttavöruverslun í London og keyptu sér allir nýja takkaskó sem þeir notuðu í landsleiknum.

Þá rákust þeir á tilboð á gömlum enskum landsliðstreyjum sem hægt var að fá fyrir 3,5 pund. Sun segir að einn leikmaður hafi keypt níu treyjur merktar Frank Lampard og annar hafi keypt handfylli af treyjum merktum Wayne Rooney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×