Fótbolti

Makedónía aldrei ofar á styrkleikalista FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar í baráttu við Igor Mitreski, landsliðsmann Makedóníu.
Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar í baráttu við Igor Mitreski, landsliðsmann Makedóníu. Nordic Photos / AFP

Makedónía er í 46. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og hefur aldrei verið hærra á listanum.

Makedónía rauk upp um tíu sæti eftir að hafa unnið Skota á heimavelli í undankeppni HM 2010 en liðið tapaði svo fyrir Hollandi, 2-1.

Ísland er í 103. sæti á listanum og langneðst af þeim liðum sem eru með Íslandi í riðli í undankeppninni.

Skotar féllu reyndar um tíu sæti eftir tapið fyrir Makedóníu og þrátt fyrir að þeir unnu Íslendinga á Laugardalsvelli, 2-1. Þeir eru nú í 26. sæti.

Norðmenn koma næstir í 39. sæti en þeir féllu um fimm sæti eftir að hafa gert jafntefli við Íslendinga í Osló, 2-2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×