Fótbolti

Sjúkralisti Hollendinga lengist

John Heitinga
John Heitinga NordicPhotos/GettyImages

Hollendingar verða án nokkurra lykilmanna þegar liðið tekur á móti Íslendingum í undankeppni HM á laugardaginn.

Nýjasta nafnið á sjúkralista Hollendinga er varnarmaðurinn John Heitinga hjá Atletico Madrid, en hann er meiddur á hné og hefur landsliðsþjálfarinn Bert van Marwijk kallað á fyrrum Liverpool-manninn Jan Kromkamp frá PSV til að fylla skarð hans í landsliðinu.

Þegar höfðu stór nöfn á borð við Arjen Robben, Robin van Persie, Khalid Boulahrouz og Jan Vennegoor of Hesselink þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×