Bestu markverðir ensku úrvalsdeildarinnar Elvar Geir Magnússon skrifar 1. desember 2008 17:30 Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir tíu bestu markverði ensku úrvalsdeildarinnar að þeirra mati. Þessi listi er vel umdeilanlegur enda valið erfitt. 10. Joe HartÞað er mikið af ungum og efnilegum enskum markvörðum í úrvalsdeildinni en óvíst er hversu langt Scott Carson, Chris Kirkland og Ben Foster munu ná. Joe Hart hjá Manchester City hefur sýnt það að hann hefur það sem þarf til að verða landsliðsmarkvörður Englands í framtíðinni. 9. Mark SchwarzerSchwarzer skipti óvænt yfir í Fulham fyrir tímabilið eftir áratug hjá Middlesbrough. Þessi ástralski markvörður hefur leikið frábærlega í marki Lundúnaliðsins á tímabilinu. 8. Jussi JaaskeilainenÞessi finnski markvörður hefur þegar leikið yfir 400 leiki á 12 árum hjá Bolton en nóg er eftir á tankinum hjá þessum 33 ára leikmanni. Hefur oft varið markið hetjulega og á stóran þátt í veru Bolton í efstu deild. 7. Robert GreenHefur tekið miklum framförum og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham fyrir frammistöðu sína síðustu þrjú tímabil. 6. Brad FriedelNáði ekki að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Liverpool. Þegar hann yfirgaf Anfield bjuggust fáir við því að hann yrði einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. En hann sýndi hjá Blackburn hve öflugur hann er og heldur nú uppteknum hætti hjá Aston Villa. 5. Edwin van der SaarSir Alex Ferguson sér væntanlega ekki eftir því að hafa ekki krækt í þennan markvörð fyrr. Fyrsti markvörðurinn sem náð hefur að festa sig almennilega í sessi á Old Trafford síðan Peter Schmeichel lagði hanskana á hilluna. Varði vítaspyrnu Nicolas Anelka á síðasta tímabili og tryggði United sigur í Meistaradeildinni. 4. David JamesVerður bara betri með aldrinum. Hefur leikið frábærlega með Portsmouth og endurheimt stöðu sína sem aðalmarkvörður enska landsliðsins. Gæti verið á toppi listans ef hann ætti það ekki til að fara í skógarferðir. 3. Shay GivenHefur mátt þola það að spila með allskonar jólasveinum í vörninni fyrir framan sig. Á stóran þátt í því að Newcastle hefur ekki fengið markaregn á sig í hverjum einasta leik. 2. Pepe ReinaFáir stuðningsmenn Liverpool vissu hver Reina væri þegar hann kom frá Villareal 2005. En sá spænski hefur verið mjög traustur síðan hann kom. Ef Liverpool lendir í vítaspyrnukeppni veistu á hvað best er að leggja peningina þína á. 1. Petr CechHársbreidd á undan Reina á þessum lista. Markvörður sem er á algjörum heimsklassa. Margir vilja meina að hann sé ekki jafn öruggur og hann var eftir að hafa lent í slæmum höfuðmeiðslum gegn Reading fyrir tveimur árum en það kemur ekki í veg fyrir að hann vermi toppsæti listans. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir tíu bestu markverði ensku úrvalsdeildarinnar að þeirra mati. Þessi listi er vel umdeilanlegur enda valið erfitt. 10. Joe HartÞað er mikið af ungum og efnilegum enskum markvörðum í úrvalsdeildinni en óvíst er hversu langt Scott Carson, Chris Kirkland og Ben Foster munu ná. Joe Hart hjá Manchester City hefur sýnt það að hann hefur það sem þarf til að verða landsliðsmarkvörður Englands í framtíðinni. 9. Mark SchwarzerSchwarzer skipti óvænt yfir í Fulham fyrir tímabilið eftir áratug hjá Middlesbrough. Þessi ástralski markvörður hefur leikið frábærlega í marki Lundúnaliðsins á tímabilinu. 8. Jussi JaaskeilainenÞessi finnski markvörður hefur þegar leikið yfir 400 leiki á 12 árum hjá Bolton en nóg er eftir á tankinum hjá þessum 33 ára leikmanni. Hefur oft varið markið hetjulega og á stóran þátt í veru Bolton í efstu deild. 7. Robert GreenHefur tekið miklum framförum og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham fyrir frammistöðu sína síðustu þrjú tímabil. 6. Brad FriedelNáði ekki að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Liverpool. Þegar hann yfirgaf Anfield bjuggust fáir við því að hann yrði einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. En hann sýndi hjá Blackburn hve öflugur hann er og heldur nú uppteknum hætti hjá Aston Villa. 5. Edwin van der SaarSir Alex Ferguson sér væntanlega ekki eftir því að hafa ekki krækt í þennan markvörð fyrr. Fyrsti markvörðurinn sem náð hefur að festa sig almennilega í sessi á Old Trafford síðan Peter Schmeichel lagði hanskana á hilluna. Varði vítaspyrnu Nicolas Anelka á síðasta tímabili og tryggði United sigur í Meistaradeildinni. 4. David JamesVerður bara betri með aldrinum. Hefur leikið frábærlega með Portsmouth og endurheimt stöðu sína sem aðalmarkvörður enska landsliðsins. Gæti verið á toppi listans ef hann ætti það ekki til að fara í skógarferðir. 3. Shay GivenHefur mátt þola það að spila með allskonar jólasveinum í vörninni fyrir framan sig. Á stóran þátt í því að Newcastle hefur ekki fengið markaregn á sig í hverjum einasta leik. 2. Pepe ReinaFáir stuðningsmenn Liverpool vissu hver Reina væri þegar hann kom frá Villareal 2005. En sá spænski hefur verið mjög traustur síðan hann kom. Ef Liverpool lendir í vítaspyrnukeppni veistu á hvað best er að leggja peningina þína á. 1. Petr CechHársbreidd á undan Reina á þessum lista. Markvörður sem er á algjörum heimsklassa. Margir vilja meina að hann sé ekki jafn öruggur og hann var eftir að hafa lent í slæmum höfuðmeiðslum gegn Reading fyrir tveimur árum en það kemur ekki í veg fyrir að hann vermi toppsæti listans.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira