Innlent

Glitnir viðurkennir mistök gagnvart Norðmönnum

Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis.
Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis.

Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir að allt bendi til þess að kerfisleg mistök hafi átt sér stað gagnvart Útflutningsbankastofnun ríkis og fjármálafyrirtækja, Eksportfinans, í Noregi. Stofnunin hefur kært Glitni fyrir að stinga undan sjö milljörðum íslenskra króna eftir að lán til þriggja aðila hafði verið greitt til baka og runnið í sjóði bankans, en ekki til upphaflega lánadrottins.

"Það bendir allt til þess að hér hafi átt sér stað kerfisleg mistök og alls ekki um ásetning að ræða. Uppgreiðsluskilyrði lánsins voru einfaldlega vitlaust skráð í lánakerfi bankans. Hefði starfsemi bankans verið í eðlilegu horfi og þessi mistök komið fram hefðu þau að sjálfsögðu verið leiðrétt og þessi óþægilega staða gagnvart Norðmönnum hefði ekki komið upp," segir Árni í tilkynningu sem barst Vísi fyrir stundu.

 








Tengdar fréttir

Norðmenn kæra Glitni fyrir fjárdrátt

Norðmenn hafa kært Glitni fyrir að stinga undan sjö milljörðum íslenskra króna eftir að lán til þriggja aðila hafði verið greitt til baka og runnið í sjóði bankans, en ekki til upphaflegs lánardrottins.

Neita að greiða fyrir Glitni í Noregi vegna Eksportfinans

Forsvarsmenn Sambands sparisjóða í Noregi, sem keyptu Glitni þar í landi á dögunum, neita að reiða fram nokkurt fé fyrr enn lausn sé komin í mál úflutningsbankastofnunar ríkis og fjármála fyrirtækja í Noegi, Eksportfinans.

Vonast til þess að leysa mál Eksporfinans sem fyrst

Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis banka hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd skilanefndarinnar. Þar er fjallað um fréttir sem birst hafa í dag þess efnis að Eksporfinans hafi kært gamla Glitni banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×