Viðskipti innlent

Neita að greiða fyrir Glitni í Noregi vegna Eksportfinans

Forsvarsmenn Sambands sparisjóða í Noregi, sem keyptu Glitni þar í landi á dögunum, neita að reiða fram nokkurt fé fyrr enn lausn sé komin í mál úflutningsbankastofnunar ríkis og fjármálafyrirtækja í Noegi, Eksportfinans.

Eins og fram kom í fréttum í gær hafa forsvarsmenn Eksportfinans ákveðið að kæra gamla Glitni á Íslandi til lögreglu fyrir að stinga undan sjö milljörðum íslenskra króna, sem þrír lánþegar Exportfinans í Noregi gerðu upp við Glitni, sem millilið, og áttu að ganga áfram til Eksportfinans, en skiluðu sér ekki.

Norski viðskiptavefurinn E-24 segir að þessar fregnir hafi áhrif á kaup Sambands sparisjóða í Noregi á norskum hluta Glitnis, en hann var seldur á um fimm milljarða króna á dögunum. Haft er eftir bankastjórum eins af sparisjóðunum að engir fjármunir verði reiddir fram fyrir Glitni fyrr en norska fjármálaeftirlitið hafi fjallað um málið. að sé hins vegar í höndum Glitnis á Íslandi, og þar er átt við skilanefndina, og Eksportfinans að ganga frá málinu.

að sé hins vegar í höndum Glitnis á Íslandi, og þar er átt við skilanefndina, og Eksportfinans að ganga frá málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×