Fótbolti

Heiðar í fremstu víglínu á móti Möltu

MYND/Heiðar Helguson

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í vináttulandsleik gegn Möltu sem fram fer þar í landi klukkan hálftvö að íslenskum tíma.

Gunnleifur Gunnleifsson verður í markinu, hægri bakvörður er Birkir Már Sævarsson og vinstri bakvörður Indriði Sigurðsson. Enn fremur verða Hermann Hreiðarsson, fyrirliði, og Sölvi Geir Ottesen Jónsson í miðju varnarinnar og tengiliðir á miðjunni verða Helgi Valur Daníelsson og Aron Einar Gunnarsson.

 Á köntunum verða Arnór Smárason og Emil Hallfreðsson. Veigar Páll Gunnarsson verður sóknartengiliður og fremstur verður svo Heiðar Helguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×