Fótbolti

Ísland á uppleið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslensku landsliðsmennirnir bregða á leik á æfingu.
Íslensku landsliðsmennirnir bregða á leik á æfingu.

Ísland færðist upp um fjögur sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er í 103. sæti listans.

Eþíópía er næst fyrir ofan Ísland á listanum og Haiti næst fyrir neðan. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí sem að Ísland hækkar á listanum. Ísland var þá í 85. sæti.

Staða efstu þriggja liðanna er óbreytt. Evrópumeistarar Spánar eru í efsta sæti en Ítalía og Þýskaland koma næst.

Brasilía er í fjórða sæti og lyftir sér þar með upp um tvö sæti á kostnað Hollands og Króatíu. Argentína er í sjöunda sæti og England í því fjórtánda.

Hástökkvari listans er Nýja Sjáland sem er í 54. sæti og stukku þar með upp um 57 sæti á milli listanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×