Fótbolti

Almunia minnir á sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Almunia í leik með Arsenal.
Almunia í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Manuel Almunia ítrekaði í gær að hann hefði mikinn áhuga að spila með enska landsliðinu en hann á kost á því að fá breskan ríkisborgarrétt næsta sumar.

Almunia er Spánverji en segist engan möguleika eiga á því að vera kallaður í spænska landsliðið. Hann hefur hins vegar nú búið í London í fimm ár og segist líða sem Englendingi.

„Þessi möguleiki er fyrir hendi. Ef ég fengi breskan ríkisborgararétt yrði ég gjaldgengur í enska landsliðið. Mér líður vel hjá Arsenal sem þýðir að mér líður vel á Englandi," sagði Almunia.

Það er svo annað mál hvort að enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á að fá „útlending" til að spila með enska landsliðinu. Sven-Göran Eriksson hafði á sínum tíma áhuga á að fá Carlo Cudicini í landsliðið en sambandið kom í veg fyrir það.

Ray Clemence, fyrrverandi markvörður Liverpool, segir skilja vel afstöðu Almunia. „Ég er þó hlynntur því að vera með enska markverði í enska landsliðinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×