Enski boltinn

Núna er ég nógu góður fyrir Bolton

NordicPhotos/GettyImages

Grétar Rafn Steinsson er sem fyrr í viðræðum við forráðamenn Bolton um að ganga í raðir enska félagsins frá AZ Alkmaar í Hollandi.

"Þetta er frábært tækifæri fyrir mig," sagði Grétar í samtali við hollenska fjölmiðla. "Ég fór til Bolton fyrir fimm árum og þá var ég ekki nógu góður fyrir liðið. Núna virðist ég hinsvegar vera það. Bolton er frábært félag og þar hafa margir íslendingar spilað í gegn um tíðina," sagði Grétar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×