Enski boltinn

Rafa er sáttur þrátt fyrir allt

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er sáttur í herbúðum félagsins þrátt fyrir sprengjuna sem eigendur félagsins létu falla á hann í gær þegar þeir viðurkenndu að hafa rætt við Jurgen Klinsmann um að taka við starfi hans.

Benitez hefur verið við stjórnvölinn hjá Liverpool síðan árið 2004 og ef marka má yfirlýsingu frá umboðsmanni hans, virðist engin breyting verða á því.

"Rafa vill halda áfram hjá Liverpool," var haft eftir umboðsmanni hans í Daily Mail í dag. "Hann er ánægður hjá félaginu og ánægður með stuðningsmennina og borgina. Hann vill ekki fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×