Enski boltinn

Hlutfall enskra mun aukast á Emirates

NordicPhotos/GettyImages

Arsenal hefur oft verið gagnrýnt fyrir að tefla fram fáum Englendingum á knattspyrnuvellinum en Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir að þetta gæti breyst í nánustu framtíð.

Wenger hefur verið gagnrýndur fyrir að ná í flesta af sínum efnilegustu leikmönnum utan Englands, en Wenger segir að akademía félagsins sé full af efnilegum heimamönnum. Um þessar mundir er Theo Walcott í raun eini enski leikmaðurinn sem á einhverja möguleika á að vinna sér sæti í byrjunarliði Arsenal.

Wenger heldur því fram að félög eins og Manchester United og Chelsea geri Arsenal um vik að ná í innlenda hæfileikamenn því þau hafi einfaldlega meiri peninga á milli handanna.

Wenger segir hinsvegar að knattspyrnuskóli Arsenal sé fullur af ungum hæfileikamönnum frá Englandi.

"Okkur finnst við eiga bestu leikmennina á aldrinum 14-16 ára þar sem um það bil 80% leikmanna eru enskir og afgangurinn útlendingar. Ég lít ekki þannig á að mér beri skylda til að tefla fram Englendingum og ég hugsa fyrst og fremst um að ná árangri með liðið. Það er hinsvegar erfitt þegar Manchester United og Chelsea kaupa alla bestu leikmennina. Restin af leikmönnunum eru svo ekki jafn góðir og því höfum við þurft að leita út fyrir landsteinana," sagði Wenger í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×