Bryndís á afmælistónleikum 11. desember 2008 07:45 Bryndís Ásmundsdóttir heldur uppá afmæli með tónleikum í kvöld. Í kvöld mun leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir halda tónleika á DOMO í tilefni afmælis síns. Bryndís steig sín fyrstu spor á sviði í Íslensku óperunni tólf ára að aldri í hlutverki Soffíu í Litla sótaranum í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þaðan lá leiðin í leikhópinn Gamanleikhúsið, sem stofnaður var af Magnúsi Geir Þórðarsyni, þar sem hún lék m.a. í sýningunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Gúmmí Tarzan og Línu langsokk. Eftir stutta viðdvöl í Söngskólanum í Reykjavík ákvað Bryndís að helga sig djass- og blússöng. Aðeins sautján ára kynntist hún Guðmundi Steingrímssyni - Papa Jazz - og félögum og hóf að syngja með þeim á öldurhúsum bæjarins, en 19 ára fór hún ásamt Papa Jazz og Mr. Ragtime Bob Darch í hljómleikaferðalag um Bandaríkin að syngja á Ragtime Jazz Festval. Í kjölfarið lék hún hlutverk Ragtime Lil í söngleiknum „Ragtime Lil and Banjo Banjo show" í Branson Missouri. Árið 2003 útskrifaðist Bryndís úr Leiklistarskóla Íslands og árið 2006 úr Complete Vocal Technique. Bryndís hefur tekið þátt í þó nokkrum uppfærslum á Broadway í Reykjavík, en meðal þeirra eru Prímadonnushowið, Rolling Stones show, Nína og Geiri, Bó Hall showið og Tina Turner tribute show. Bryndís hefur verið skemmtikraftur og söngkona með nokkrum hljómsveitum í tólf ár. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Janis Joplin ásamt Ilmi Kristjánsdóttur, í uppsetningu Íslensku óperunnar um söngkonuna.- pbb Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í kvöld mun leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir halda tónleika á DOMO í tilefni afmælis síns. Bryndís steig sín fyrstu spor á sviði í Íslensku óperunni tólf ára að aldri í hlutverki Soffíu í Litla sótaranum í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þaðan lá leiðin í leikhópinn Gamanleikhúsið, sem stofnaður var af Magnúsi Geir Þórðarsyni, þar sem hún lék m.a. í sýningunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Gúmmí Tarzan og Línu langsokk. Eftir stutta viðdvöl í Söngskólanum í Reykjavík ákvað Bryndís að helga sig djass- og blússöng. Aðeins sautján ára kynntist hún Guðmundi Steingrímssyni - Papa Jazz - og félögum og hóf að syngja með þeim á öldurhúsum bæjarins, en 19 ára fór hún ásamt Papa Jazz og Mr. Ragtime Bob Darch í hljómleikaferðalag um Bandaríkin að syngja á Ragtime Jazz Festval. Í kjölfarið lék hún hlutverk Ragtime Lil í söngleiknum „Ragtime Lil and Banjo Banjo show" í Branson Missouri. Árið 2003 útskrifaðist Bryndís úr Leiklistarskóla Íslands og árið 2006 úr Complete Vocal Technique. Bryndís hefur tekið þátt í þó nokkrum uppfærslum á Broadway í Reykjavík, en meðal þeirra eru Prímadonnushowið, Rolling Stones show, Nína og Geiri, Bó Hall showið og Tina Turner tribute show. Bryndís hefur verið skemmtikraftur og söngkona með nokkrum hljómsveitum í tólf ár. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Janis Joplin ásamt Ilmi Kristjánsdóttur, í uppsetningu Íslensku óperunnar um söngkonuna.- pbb
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira