Fótbolti

Gunnleifur: Ætla að halda landsliðssætinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gunnleifur hélt íslenska markinu hreinu í kvöld.
Gunnleifur hélt íslenska markinu hreinu í kvöld.
„Já þakka þér fyrir það," sagði Gunnleifur Gunnleifsson þegar blaðamaður sagði hann hafa verið traustan í marki íslenska liðsins.

„Ég er nokkuð ánægður með leikinn í heildina séð. Ég var ánægður með varnarleikinn og Hermann og Kristján Örn voru frábærir. Þeir hjálpuðu mér mikið," sagði Gunnleifur sem er að koma aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru.

„Ég er alveg í sjöunda himni með þetta, búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég er búinn að njóta þess að vera með liðinu úti og frábært að enda þetta með sigri á heimavelli gegn sterku liði," sagði kampakátur Gunnleifur í lok leiksins.

Aðspurður um stöðu hans í liðinu sagðist hann ekki ætla gefa sæti sitt eftir. „Ég vona bara að ég haldi mínu striki og þetta gangi vel," sagði hann en lið hans HK féll í 1.deild nú í haust og því margir sem velta því fyrir sér hvort hann vilji ekki spila í Landsbankadeildinni næsta sumar.

„Ég ætla að skoða mín mál núna eftir landsleikjatörnina. Ég tala við fullt af fólki á hverjum degi en ég gef ekkert upp um hvað við tölum, hvort það er um fótboltann næsta sumar eða hvað," sagði Gunnleifur brosandi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×