Fótbolti

Hollendingar að stinga af

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark van Bommel fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Mark van Bommel fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Holland vann í dag 1-0 sigur á Norðmönnum í Osló í riðli Íslands í undankeppni HM 2010 í fótbolta.

Það var Mark van Bommel sem skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Hollendingar horn en Norðmenn náðu að hreinsa frá en beint á Van Bommel sem þrumaði knettinum í netið.

Þetta þýðir að Holland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og er nú með fimm stiga forystu á Skota sem er sem stendur í öðru sæti riðilsins.

Makedónía er með þrjú stig og Ísland eitt en nú er hálfleikur í þeim leik á Laugardalsvelli. Staðan í þeim leik er 1-0 fyrir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×