Innlent

Hulda ráðin forstjóri Landspítala

Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Landspítala -háskólasjúkrahúss og tekur til starfa um miðjan október. Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á fundi með starfsmönnum nú í hádeginu og tók starfsfólk á móti Huldu með dynjandi lófataki.

Fjórtán sóttu um starfið, sem var auglýst laust til umsóknar í byrjun sumars. Hulda hefur verið forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Ósló í Noregi frá 2005.

Áður var hún sviðsstjóri á hjarta- og lungnasviði Ullevålsjúkrahússins. Hún hefur verið sérlegur ráðgjafi við byggingu Barnaspítala Hringsins og einnig nýs Landspítala.

Nýr forstjóri átti að taka til starfa 1. september en eins og áður sagði mun Hulda hefja störf 10. október. Þangað til mun Björn Zoëga halda áfram sem starfandi forstjóri Landspítalans líkt og hann hefur gert frá því í apríl þegar Magnús Pétursson lét af störfum. Björn var meðal umsækjanda.


Tengdar fréttir

Telur fjóra hæfasta í starf forstjóra LSH

Hæfnisnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilaði Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, ráðleggingum sínum seinnipartinn í gær. Nefndin telur fjóra af fjórtan umsækjendum vera vel hæfa. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru að svo stöddu.

Valnefnd um forstjóra LSH skilar fljótlega af sér

Valnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilar heilbrigðisráðherra ráðleggingum sínum í byrjun næstu viku. Nýr forstjóri á að taka til starfa eftir ellefu daga.

Vill ekki skapa vangaveltur um forstjórastöðu LSH

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, segir að hún vilji ekki skapa vangaveltur varðandi sig og forstjórastöðu LSH. Hulda hefur verið nefnd sem hugsanlegur forstjóri.

Nýr forstjóri LSH kynntur á eftir

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, mun eftir hádegi tilkynna hver verður nýr forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss.

Mun fagna ef Hulda verður næsti forstjóri Landspítalans

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, hefur verið nefnd sem líklegur forstjóri Landspítalans. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist aðspurð að hún muni fagna hljóti Hulda stöðuna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.