Innlent

Telur fjóra hæfasta í starf forstjóra LSH

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður hæfnisnefndarinnar. Halldór Jónsson og Haraldur Briem sátu einnig í nefndinni. MYND/Hörður Sveinsson
Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður hæfnisnefndarinnar. Halldór Jónsson og Haraldur Briem sátu einnig í nefndinni. MYND/Hörður Sveinsson

Hæfnisnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilaði Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, ráðleggingum sínum seinnipartinn í gær. Nefndin telur fjóra af fjórtan umsækjendum vel hæfa. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru að svo stöddu.

Fjórtán sóttu um starfið, átta konur og sex karlar, þegar það var auglýst í byrjun sumars. Kristján Oddsson, yfirlæknir stjórnsýslusviðs landlæknisembættisins, dró umsókn sína til baka. Nýr forstjóri á að taka til starfa 1. september.

Í hæfnisnefndinni sátu Guðfinna Bjarnadóttir, alþingismaður, formaður nefndarinnar, Halldór Jónsson, forstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, og Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir.

Þau sem sóttu um forstjórastöðuna eru:

- Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Landspítala

- Anna Linda Bjarnadóttir, sjálfstætt starfandi lögmaður

- Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspítala

- Eydís K. Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri Landspítala

- Guðmundur Björnsson, læknir, meðeigandi og stjórnarformaður Janus endurhæfingar - Helgi Þorkell Kristjánsson, aðstoðardeildarstjóri innkaupadeildar Icelandair Tech. Services

- Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló

- Kristján Oddsson, yfirlæknir stjórnsýslusviðs landlæknisembættisins

- María Heimisdóttir, sviðsstjóri Landspítala

- Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga slysa-og bráðasviðs Landspítala

- Ragnheiður Haraldsdóttir, sviðsstjóri í heilbrigðisráðuneytinu

- Sjöfn Kristjánsdóttir, læknir, sjálfstætt starfandi sérfræðingur

- Stefán E. Matthíasson, læknir, sjálfstætt starfandi sérfræðingur

- Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri Landspítala.










Tengdar fréttir

Valnefnd um forstjóra LSH skilar fljótlega af sér

Valnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilar heilbrigðisráðherra ráðleggingum sínum í byrjun næstu viku. Nýr forstjóri á að taka til starfa eftir ellefu daga.

Mun fagna ef Hulda verður næsti forstjóri Landspítalans

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, hefur verið nefnd sem líklegur forstjóri Landspítalans. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist aðspurð að hún muni fagna hljóti Hulda stöðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×