Fótbolti

Englendingar seinir í gang

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Englendingar fagna marki í dag.
Englendingar fagna marki í dag. Nordic Photos / Getty Images
England vann öruggan 5-1 sigur á Kasakstan í undankeppni HM 2010 eftir að staðan var markalaust í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var mun betri og Rio Ferdinand kom Englendingum fljótlega yfir með skalla eftir horn.

Kasakar skoruðu svo sjálfsmark áður en Zhambyl Kukeyev minnkaði muninn fyrir gestina.

Eftir það skoraði Wayne Rooney tvívegis og varamaðurinn Jermaein Defoe eitt mark sem tryggði Englendingum öruggan sigur og fullt hús stiga eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×