Enski boltinn

Bandaríkin til bjargar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham í leik með LA Galaxy á síðasta tímabili.
David Beckham í leik með LA Galaxy á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images

Svo gæti farið að England mæti Bandaríkjunum í vináttulandsleik þann 28. maí næstkomandi.

David Beckham var ekki valinn í landsliðshóp Englands sem mætti Sviss í vikunni en hann er á mála hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum þar sem deildin er í fríi þessa mánuðina.

Til stóð að England myndi mæta Skotlandi á Wembley á þessum degi en Skotarnir hafa nú hætt við.

Ef samningar nást við Bandaríkjamenn er ljóst að þeir myndu vera afar hrifnir af því ef Beckham spilaði með enska landsliðinu í leiknum og þar með sinn 100. landsleik á ferlinum.

England mætir Frakklandi þann 26. mars næstkomandi en ólíklegt verður að teljast að Beckham verði valinn í landlsiðið þá þar sem keppnistímabilið í Bandaríkjunum hefst ekki fyrr en 29. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×