Það er bara til einn Dylan 24. október 2008 06:15 Bob Dylan. Áttundi hluti hinnar margrómuðu Bootleg Series sem hefur að geyma áður óútgefnar Dylan upptökur kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem heitir Tell Tale Signs og hefur að geyma upptökur frá árunum 1989-2006. Á Tell Tale Signs er að finna ónotaðar upptökur frá því að plöturnar Oh Mercy (1989), World Gone Wrong (1993), Time Out of Mind (1997), Love & Theft (2001) og Modern Times (2006) voru hljóðritaðar, en auk þess eru þarna tónleikaupptökur og lög úr kvikmyndum. Oft er um ónotaðar útgáfur af áður útgefnum lögum að ræða en þarna eru líka lög sem ekki rötuðu á plöturnar, þ. á m. þrjú lög frá gerð Time Out of Mind sem öll eru hreinasta afbragð. Tell Tale Signs fæst í nokkrum mismunandi útgáfum. Hún er fáanleg á vínyl, en líka sem tvöföld geislaplata og í sérstakri þrefaldri viðhafnarútgáfu sem kostar langt á annan tug þúsunda. Allir feitustu bitarnir munu þó vera á tvöföldu útgáfunni, en sú þrefalda, sem inniheldur meðal annars 150 blaðsíðna innbundna bók með myndum af smáskífuumslögum, er stíluð inn á auðmenn og alhörðustu safnarana. „Alltaf að krota og stroka út ...“Bob Dylan er ekki mikill spjallari. Hann gefur örfá viðtöl þegar hann sendir frá sér plötur með nýju efni og á þá til að svara löngum og flóknum spurningum með einsatkvæðisorðum. Hann hefur ekki sagt bofs um nýju útgáfuna sem hefur fengið glimrandi dóma. Það stöðvar hins vegar ekki tónlistarfjölmiðlana í því að fjalla í löngu máli um útgáfuna og Dylan. Í nóvemberhefti breska tímaritsins Uncut eru löng viðtöl við flesta þá sem unnu efnið á Tell Tale Signs með Dylan, upptökustjóra eins og Daniel Lanois, hljóðfæraleikara og hljóðmenn. Fæstir hafa mikið bitastætt að segja um karlinn, en lýsingar eins og „hann var alltaf að krota og stroka út, alltaf að vinna í textunum sínum" eru algengar og líka „hann talaði nú yfirleitt ekkert við okkur. Ég sá hann aldrei borða. Hann drakk kaffi og reykti sígarettur ..." Maður fær á tilfinninguna að þarna sé verið að safna saman heimildum um skáld eða listamann sem var uppi fyrr á öldum en ekki náunga sem er í fullu fjöri enn í dag. Trygg söluvaraEn það er auðvitað ekkert skrítið að tónlistarpressan reyni að gera mikið úr nýrri Dylanútgáfu. Það er bara til einn Dylan og áhugi fyrir honum er alltaf jafn mikill. Hann er trygg söluvara. Og Tell Tale Signs er líka magnað safn. Maður skilur ekki alveg af hverju lög eins og Red River Shore og Born In Time voru ekki sett á upprunalegu plöturnar. Eins og á fyrri Bootleg Series-plötum er útgáfan líka sérstaklega vel unnin. Textinn í 60 blaðsíðna bókinni sem fylgir með er fullur af skemmtilegum fróðleik og þetta 27 laga safn er mjög flott uppbyggt, hvergi dauður punktur. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Áttundi hluti hinnar margrómuðu Bootleg Series sem hefur að geyma áður óútgefnar Dylan upptökur kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem heitir Tell Tale Signs og hefur að geyma upptökur frá árunum 1989-2006. Á Tell Tale Signs er að finna ónotaðar upptökur frá því að plöturnar Oh Mercy (1989), World Gone Wrong (1993), Time Out of Mind (1997), Love & Theft (2001) og Modern Times (2006) voru hljóðritaðar, en auk þess eru þarna tónleikaupptökur og lög úr kvikmyndum. Oft er um ónotaðar útgáfur af áður útgefnum lögum að ræða en þarna eru líka lög sem ekki rötuðu á plöturnar, þ. á m. þrjú lög frá gerð Time Out of Mind sem öll eru hreinasta afbragð. Tell Tale Signs fæst í nokkrum mismunandi útgáfum. Hún er fáanleg á vínyl, en líka sem tvöföld geislaplata og í sérstakri þrefaldri viðhafnarútgáfu sem kostar langt á annan tug þúsunda. Allir feitustu bitarnir munu þó vera á tvöföldu útgáfunni, en sú þrefalda, sem inniheldur meðal annars 150 blaðsíðna innbundna bók með myndum af smáskífuumslögum, er stíluð inn á auðmenn og alhörðustu safnarana. „Alltaf að krota og stroka út ...“Bob Dylan er ekki mikill spjallari. Hann gefur örfá viðtöl þegar hann sendir frá sér plötur með nýju efni og á þá til að svara löngum og flóknum spurningum með einsatkvæðisorðum. Hann hefur ekki sagt bofs um nýju útgáfuna sem hefur fengið glimrandi dóma. Það stöðvar hins vegar ekki tónlistarfjölmiðlana í því að fjalla í löngu máli um útgáfuna og Dylan. Í nóvemberhefti breska tímaritsins Uncut eru löng viðtöl við flesta þá sem unnu efnið á Tell Tale Signs með Dylan, upptökustjóra eins og Daniel Lanois, hljóðfæraleikara og hljóðmenn. Fæstir hafa mikið bitastætt að segja um karlinn, en lýsingar eins og „hann var alltaf að krota og stroka út, alltaf að vinna í textunum sínum" eru algengar og líka „hann talaði nú yfirleitt ekkert við okkur. Ég sá hann aldrei borða. Hann drakk kaffi og reykti sígarettur ..." Maður fær á tilfinninguna að þarna sé verið að safna saman heimildum um skáld eða listamann sem var uppi fyrr á öldum en ekki náunga sem er í fullu fjöri enn í dag. Trygg söluvaraEn það er auðvitað ekkert skrítið að tónlistarpressan reyni að gera mikið úr nýrri Dylanútgáfu. Það er bara til einn Dylan og áhugi fyrir honum er alltaf jafn mikill. Hann er trygg söluvara. Og Tell Tale Signs er líka magnað safn. Maður skilur ekki alveg af hverju lög eins og Red River Shore og Born In Time voru ekki sett á upprunalegu plöturnar. Eins og á fyrri Bootleg Series-plötum er útgáfan líka sérstaklega vel unnin. Textinn í 60 blaðsíðna bókinni sem fylgir með er fullur af skemmtilegum fróðleik og þetta 27 laga safn er mjög flott uppbyggt, hvergi dauður punktur.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira