Fótbolti

Eiður frá í nokkrar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leiknum í gær.
Eiður Smári Guðjohnsen í leiknum í gær.
Eiður Smári Guðjohnsen verður frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleik Íslands og Makedóníu í gær.

Eiði var skipt út af velli undir lok leiksins eftir að hafa tognað á lærvöðva. Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára, sagði í samtali við íþróttadeild Rúv að hann myndi gangast undir nánari læknisskoðun á morgun.

Þetta er án efa mikið áfall fyrir Eið sem hefur verið að vinna sig á í augum stuðningsmanna og fjölmiðla í Barcelona. Hann hefur komið við sögu í síðustu fjórum leikjum liðsins og sem byrjunarliðsmaður í síðustu tveimur. Hann hefur þegar skorað tvö mörk á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×