Fótbolti

Ég læt lítið fyrir mér fara á æfingum Heerenveen

Ómar Þorgeirsson í Hollandi skrifar
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
„Við fórum í leikinn til að vinna hann og maður er auðvitað svekktur með að tapa. Við vorum að skapa okkur ágætis marktækifæri sem á góðum degi hefðu getað farið í markið en Hollendingar voru einfaldlega sterkari aðilinn," segir Arnór.

Arnór viðurkennir að hann hafi notið þess að fá tækifærið til þess að spila á de Kuip-leikvanginum.

„Það var frábært að fá tækifæri á að spila á velli sem þessu. Það er allt í toppstandi þarna og við getum alla vega ekki kvartað yfir því að völlurinn hafi ekki verið nógu góður," segir Arnór.

Arnór er leikmaður með hollenska liðinu Heerenveen og segist ekki hlakka neitt sérstaklega til þess að mæta aftur á æfingu þar.

„Maður fær eflaust að heyra það frá liðsfélögunum en ég reyni bara að láta lítið fyrir mér fara á æfingum þegar ég kem aftur," segir Arnór á léttum nótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×