Enski boltinn

Benítez hefur enn trú á Keane

Elvar Geir Magnússon skrifar

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, trúir því að Robbie Keane muni brátt finna sitt besta form. Keane var keyptur á 20 milljónir punda frá Tottenham fyrir tímabilið en hefur alls ekki staðið undir væntingum.

Keane var tekinn af velli í 15. sinn á tímabilinu þegar Liverpool gerði markalaust jafntefli við West Ham í gær. Hann hefur aðeins þrisvar í 22 leikjum spilað allan leiktímann.

„Robbie er betri leikmaður en hann er að sýna núna. Við vitum hvernig leikmaður hann er og trúi því að hann fari að finna sig ef við sköpum fleiri færi fyrir hann," sagði Benítez.

„Robbie verður vonsvikinn þegar honum er ekki að ganga vel. Hann er vinnusamur en getur bætt leik sinn. Þetta snýst um sjálfstraust en það mun koma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×