Enski boltinn

Shearer áhugasamur um þjálfun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Shearer, fyrrum leikmaður Newcastle.
Alan Shearer, fyrrum leikmaður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Alan Shearer gaf í skyn í gær að hann kynni að taka að sér þjálfarahlutverk í náinni framtíð, jafnvel hjá Newcastle, hans gamla félagi.

Shearer sagði í útvarpsviðtali við BBC eftir leik Manchester City og Newcastle í gær að hann hefði mikinn áhuga á starfi knattspyrnustjóra.

„Ég get þó ekki sagt beint út að ég vilji koma til starfa hjá Newcastle strax því það væri rangt af mér," sagði Shearer.

„En ég hef áhuga á að taka að mér starf knattspyrnustjóra einhvern tímann á mínum ferli. Ég útiloka ekki neitt og nýt mín vel í því sem ég er að gera þessa dagana."

Joe Kinnear hefur stýrt Newcastle til tveggja jafntefla á sínum tíma með félaginu. „Ég ber mikla virðingu fyrir Joe Kinnear og óska honum alls hins besta. Enginn hefði hafnað þessu tilboði í hans stöðu."

Shearer er ekki enn kominn með UEFA-Pro þjálfaragráðuna sem þarf til að þjálfa í efstu deild í Englandi en hann segist muna ná sér í gráðuna í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×