Veigar: Spenntur fyrir frönsku deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2008 16:02 Veigar Páll Gunnarsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Veigar Páll Gunnarsson segir að sér lítist vel á að franska úrvalsdeildarliðið Nancy hafi gert Stabæk tilboð í sig. Ómögulegt sé þó enn að segja hvort eitthvað komi úr því. „Það er ekkert komið á hreint enn. Nancy er búið að gera Stabæk tilboð og félögin eru að ræða saman þessa stundina. En það vill oft gerast að þegar félag sýnir leikmönnum áhuga að ekkert verði úr því. Ég er því lítið að spá í þessu," sagði Veigar í samtali við Vísi í dag. „En ég væri vissulega spenntur fyrir því að spila í Frakklandi. Deildin þar er mun betri en hér í Noregi. Ég hef líka áður sagt að ég hafi áhuga á að breyta til enda orðinn 28 ára gamall og kannski síðasti séns fyrir mig að komast eitthvað annað. En ef ekkert gerist er það líka allt í lagi. Mér líður afar vel í Noregi." Veigar segist vita af því að Nancy hafi fylgst með sér undanfarið hálfa ár. Þar að auki á Veigar aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Stabæk sem gæti séð hag sinn í því að selja hann nú í stað þess að fá ekkert fyrir hann eftir næsta tímabil. „Mér sýnist að forráðamenn Stabæk hafi ekki úr miklu að spila. Eftir 6-7 mánuði gæti ég þess vegna samið við hvaða lið sem er en þyrfti auðvitað að klára tímabilið í Noregi. Ég trúi því ekki öðru en að þeir vilji selja mig nú. Þeir vita líka vel að það er minn draumur að spila í betri deild og fyrir stærra félag." Albert Guðmundsson lék með Nancy árið 1947 og segir Veigar það skemmtilega tilhugsun að feta í fótspor hans hjá félaginu. Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson segir að sér lítist vel á að franska úrvalsdeildarliðið Nancy hafi gert Stabæk tilboð í sig. Ómögulegt sé þó enn að segja hvort eitthvað komi úr því. „Það er ekkert komið á hreint enn. Nancy er búið að gera Stabæk tilboð og félögin eru að ræða saman þessa stundina. En það vill oft gerast að þegar félag sýnir leikmönnum áhuga að ekkert verði úr því. Ég er því lítið að spá í þessu," sagði Veigar í samtali við Vísi í dag. „En ég væri vissulega spenntur fyrir því að spila í Frakklandi. Deildin þar er mun betri en hér í Noregi. Ég hef líka áður sagt að ég hafi áhuga á að breyta til enda orðinn 28 ára gamall og kannski síðasti séns fyrir mig að komast eitthvað annað. En ef ekkert gerist er það líka allt í lagi. Mér líður afar vel í Noregi." Veigar segist vita af því að Nancy hafi fylgst með sér undanfarið hálfa ár. Þar að auki á Veigar aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Stabæk sem gæti séð hag sinn í því að selja hann nú í stað þess að fá ekkert fyrir hann eftir næsta tímabil. „Mér sýnist að forráðamenn Stabæk hafi ekki úr miklu að spila. Eftir 6-7 mánuði gæti ég þess vegna samið við hvaða lið sem er en þyrfti auðvitað að klára tímabilið í Noregi. Ég trúi því ekki öðru en að þeir vilji selja mig nú. Þeir vita líka vel að það er minn draumur að spila í betri deild og fyrir stærra félag." Albert Guðmundsson lék með Nancy árið 1947 og segir Veigar það skemmtilega tilhugsun að feta í fótspor hans hjá félaginu.
Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira