Mitt hlutverk að skemmta 5. desember 2008 08:00 Stórstjörnur Páll Óskar verður meðal gesta á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Hér eru þeir á æfingu í vikunni.Fréttablaðið/Anton Björgvin Halldórsson býður til sannkallaðrar jólaveislu í Laugardalshöll á morgun. Stórsöngvarinn segir eilítið aðra stemningu svífa yfir fjölum Laugardalshallarinnar heldur en í fyrra. Það stóð fremur tæpt að af jólatónleikum Björgvins Halldórssonar yrði þetta árið. „Við fengum náttúrlega frábærar móttökur í fyrra og við tókum þá ákvörðun að gera þetta bara að árvissum viðburði," útskýrir Björgvin. En síðan reið efnahagsfárviðrið yfir þjóðfélagið. Björgvin og samstarfsfólk hans hjá Bravó fór ekki varhluta af þeirri stemningu sem virtist ríkja í samfélaginu og veltu því alvarlega fyrir sér að slaufa þessu bara. „Við settum saman smá hóp og fórum yfir málið enda bakslagið alveg rosalegt. Við fengum hins vegar bara svo mikla hvatningu alls staðar úr þjóðfélaginu að við slógum bara til," segir Björgvin. Niðurstaðan var sú að bjóða miðana á sama verði og í fyrra en að sama skapi reyna að halda eins mikið aftur af kostnaði. „Hins vegar lítur bara allt út fyrir að þetta verði glæsilegra heldur en í fyrra," segir Björgvin sem viðurkennir að það verði væntanlega allt öðruvísi að syngja á þessum tónleikum heldur en á þeim fyrir ári síðan. „Já, það eru allt öðruvísi tilfinningar í gangi. Auðvitað lifir minningin frá því í fyrra en við tókum líka meðvitaða ákvörðun um að haga lagavalinu svolítið eftir stemningunni í þjóðfélaginu. Jólalög eru ekkert alltaf eitthvað hó hó hó og dansað í kringum jólatréð. Jólalög kalla fram hlátur, grátur og samheldni. Við erum samt ekkert að reyna að kalla fram einhverjar skrýtnar tilfinningar heldur langar okkur bara til að syngja inn í þær aðstæður sem nú eru," útskýrir Björgvin. Björgvin hefur ólíkt mörgum öðrum listamönnum ekki haft sig mikið í frammi í þjóðmálaumræðunni. Hann segir að þessir jólatónleikar kristalli kannski hvað best hvernig hann sjái stöðu sína í íslensku þjóðfélagi. „Mitt hlutverk er einfaldlega að reyna að skemmta fólki og þessir tónleikar er kjörið tækifæri til að láta sjálfum sér en ekki hvað síst öðrum líða vel í smástund." Björgvin er jafnframt sannfærður um að jólahald landsmanna verði frábrugðið frá jólum undanfarinna ára. „Það er öðruvísi jólahugur í fólki, ég held að Íslendingar eigi eftir að þjappa sér meira saman og læra að meta þessa hluti sem okkur hefur kannski fundist vera sjálfgefnir." Jólatónleikar Björgvins eru sem fyrr segir á morgun, laugardag, og hefjast tónleikarnir klukkan fjögur en þeir seinni klukkan átta. Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Björgvin Halldórsson býður til sannkallaðrar jólaveislu í Laugardalshöll á morgun. Stórsöngvarinn segir eilítið aðra stemningu svífa yfir fjölum Laugardalshallarinnar heldur en í fyrra. Það stóð fremur tæpt að af jólatónleikum Björgvins Halldórssonar yrði þetta árið. „Við fengum náttúrlega frábærar móttökur í fyrra og við tókum þá ákvörðun að gera þetta bara að árvissum viðburði," útskýrir Björgvin. En síðan reið efnahagsfárviðrið yfir þjóðfélagið. Björgvin og samstarfsfólk hans hjá Bravó fór ekki varhluta af þeirri stemningu sem virtist ríkja í samfélaginu og veltu því alvarlega fyrir sér að slaufa þessu bara. „Við settum saman smá hóp og fórum yfir málið enda bakslagið alveg rosalegt. Við fengum hins vegar bara svo mikla hvatningu alls staðar úr þjóðfélaginu að við slógum bara til," segir Björgvin. Niðurstaðan var sú að bjóða miðana á sama verði og í fyrra en að sama skapi reyna að halda eins mikið aftur af kostnaði. „Hins vegar lítur bara allt út fyrir að þetta verði glæsilegra heldur en í fyrra," segir Björgvin sem viðurkennir að það verði væntanlega allt öðruvísi að syngja á þessum tónleikum heldur en á þeim fyrir ári síðan. „Já, það eru allt öðruvísi tilfinningar í gangi. Auðvitað lifir minningin frá því í fyrra en við tókum líka meðvitaða ákvörðun um að haga lagavalinu svolítið eftir stemningunni í þjóðfélaginu. Jólalög eru ekkert alltaf eitthvað hó hó hó og dansað í kringum jólatréð. Jólalög kalla fram hlátur, grátur og samheldni. Við erum samt ekkert að reyna að kalla fram einhverjar skrýtnar tilfinningar heldur langar okkur bara til að syngja inn í þær aðstæður sem nú eru," útskýrir Björgvin. Björgvin hefur ólíkt mörgum öðrum listamönnum ekki haft sig mikið í frammi í þjóðmálaumræðunni. Hann segir að þessir jólatónleikar kristalli kannski hvað best hvernig hann sjái stöðu sína í íslensku þjóðfélagi. „Mitt hlutverk er einfaldlega að reyna að skemmta fólki og þessir tónleikar er kjörið tækifæri til að láta sjálfum sér en ekki hvað síst öðrum líða vel í smástund." Björgvin er jafnframt sannfærður um að jólahald landsmanna verði frábrugðið frá jólum undanfarinna ára. „Það er öðruvísi jólahugur í fólki, ég held að Íslendingar eigi eftir að þjappa sér meira saman og læra að meta þessa hluti sem okkur hefur kannski fundist vera sjálfgefnir." Jólatónleikar Björgvins eru sem fyrr segir á morgun, laugardag, og hefjast tónleikarnir klukkan fjögur en þeir seinni klukkan átta.
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist