Fótbolti

Upson byrjar í fjarveru Terry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theo Walcott skoraði fræga þrennu í Króatíu.
Theo Walcott skoraði fræga þrennu í Króatíu. Nordic Photos / Getty Images
Matthew Upson verður í byrjunarliði Englands sem mætir Kasakstan á Wembley-leikvanginum í dag.

Hann verður þar í fjarveru fyrirliðans John Terry sem á við bakmeiðsli að stríða.

Steven Gerrard og Frank Lampard er stillt upp hlið við hlið á miðjunni og Gareth Barry er fyrir aftan þá í varnarsinnuðu hlutverki.

Theo Walcott heldur sæti sínu í liðinu og þeir Emile Heskey og Wayne Rooney eru í framlínunni.

Byrjunarlið Englands gegn Kasakstan: David James, Wes Brown, Rio Ferdinand, Matthew Upson, Ashley Cole, Gareth Barry, Steven Gerrard, Frank Lampards, Theo Walcott, Emile Heskey og Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×