Fótbolti

Ísland í átjánda sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fagna marki.
Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fagna marki.
Íslenska knattspyrnulandsliðið er í átjánda sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og stendur því í stað frá því í júní síðastliðnum.

Ísland er á milli Finnlands og Spánar en fyrrnefnda landið verður gestgjafi Evrópumótsins á næsta ári. Ísland á góðan möguleika á því að koamst í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Bandaríkin er í efsta sæti listans og Þýskaland í því öðru. Þá Brasilía, Svíþjóð og Norður-Kórea.

Alls eru 116 landslið sem eru með minnst eitt stig á listanum en Ísland er með 1830 stig, tæpum 400 stigum á eftir Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×