Innlent

Grindvíkingar fá nýtt björgunarskip

Frá vígslunni í gær.
Frá vígslunni í gær.

Grindvíkingar vígðu í gær nýtt björgunarskip sem ber sama nafn og fjögur fyrri björgunarskip bæjarins.

Það var séra Elínborg Gísladóttir sem vígði nýja skipið en það ber nafnið Oddur V. Gíslason. Nýja skipið er af sömu gerð og það gamla en er tíu árum yngra og smíðað úr stáli.

Ákveðið var að velja þennan bát vegna þess að hann gegndi áður hlutverki æfingabáts hjá konunglegu bresku sjóbjörgunarsamtökunum og var því einstaklega vel við haldið eftir því sem segir í tilkynningu Landsbjargar.

Nýi Oddur er útbúinn með nýjustu og fullkomnustu siglingatækjum og sjúkrabúnaði sem völ er á og er hann í raun eins og fljótandi sjúkrabíll. Einnig er í bátnum Flir-hitamyndavél sem gerir leit og siglingu mun auðveldari við erfiðar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×