Enski boltinn

Bolton neitaði tilboði frá Chelsea í Anelka

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nicolas Anelka er 28 ára og er á óskalista Avram Grant, knattspyrnustjóra Chelsea.
Nicolas Anelka er 28 ára og er á óskalista Avram Grant, knattspyrnustjóra Chelsea.

Samkvæmt heimildum BBC þá hefur Bolton hafnað tilboði frá Chelsea í franska sóknarmanninn Nicolas Anelka.

Anelka skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Bolton fyrr á tímabilinu en frábær frammistaða hans hefur vakið mikinn áhuga hjá stærri liðum.

Sjálfur hefur Anelka látið hafa eftir sér að hann hafi áhuga á því að ganga til liðs við Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×