Hverjir fá tækifæri hjá Capello? Elvar Geir Magnússon skrifar 3. janúar 2008 21:00 Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska. The Sun tók saman nöfn ellefu ungra leikmanna sem gætu fengið tækifæri hjá Capello.Joe Hart, Manchester City, markvörður Þessi tvítugi strákur ýtti Andreas Isaksson á bekkinn og er aðalmarkvörður City. Hann á átta U21 landsleiki að baki og ekki langt þangað til við fáum að sjá hann með A-landsliði Englands.Scott Carson, Aston Villa, markvörðurHann átti sök á fyrsta marki Króatíu í leiknum sem skemmdi EM-draum Englands. Þrátt fyrir það er hann talin ein bjartasta markmannsvon Englands. Hefur leikið vel fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Leighton Baines, Everton, varnarmaðurÞessi vinstri bakvörður Everton hefur staðið sig vel síðan hann var keyptur frá Wigan síðasta sumar. Þar sem Ashley Cole hefur skort stöðugleika síðasta ár er ekki ólíklegt að Baines fái tækifærið. Nedum Onuoha, Manchester City, varnarmaðurHefur vart stigið feilspor hjá City á tímabilinu. Hann lék sinn fyrsta leik aðeins sautján ára tímabilið 2004-05 og var með fyrirliðabandið í deildabikarleik gegn Bristol City síðasta tímabil. Hann er fastamaður í U21 landsliðinu.Steven Taylor, Newcastle, varnarmaðurÞrátt fyrir að Newcastle hafi ollið vonbrigðum á tímabilinu þá hefur Steven Taylor staðið fyrir sínu. Getur leikið í öllum stöðum í vörninni og gæti það hjálpað honum að fá tækifærið. Á 23 landsleiki að baki fyrir U21 landsliðið.David Bentley, Blackburn, miðjumaðurHefur leikið virkilega vel síðan hann kom frá Arsenal í janúar 2006. Fyrst var talað um hann sem arftaka Dennis Bergkamp en tækifærin hjá Arsenal voru af skornum skammti. Bentley lék sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn fyrir Shau Wright-Phillips í leik gegn Ísrael í september.James Milner, Newcastle, miðjumaðurVængmaður sem hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Newcastle á tímabilinu. Mikill liðsmaður með góða tækni og tilfinningu fyrir boltanum. Gæti veitt Joe Cole samkeppni um vinstri kantinn. Gabriel Agbonlahor, Aston Villa, miðjumaðurÞessi 21. árs leikmaður hefur verið frábær á tímabilinu og er markahæsti leikmaður Villa með sjö mörk. Þegar hefur Fabio Capello lýst yfir dálæti sínu á leikmanninum og ekki ólíklegt að hann verði í hópnum gegn Sviss.Ashley Young, Aston Villa, miðjumaðurEinn skemmtilegasti leikmaður enska boltans. Var keyptur fyrir háar fjárhæðir frá Watford fyrir ári síðan. Er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Aston Villa. Var í enska landsliðshópnum gegn Rússlandi og Ísrael. Lék sinn fyrsta landsleik í vináttulandsleik gegn Austurríki.Theo Walcott, Arsenal, sóknarmaðurÞessi eldsnöggi strákur var óvænt í landsliðshópi Englands á HM 2006. Hann lék þó ekkert á mótinu en enn er eru þó miklar væntingar til hans. Capello hlýtur að vonast til að Arsene Wenger fari að gefa honum stærra hlutverk í liðinu svo hæfileikar hans blómstri enn frekar.James Vaughan, Everton, sóknarmaðurBætti met Wayne Rooney þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Everton og þegar hann skoraði gegn Crystal Palace í apríl 2005. Hann var aðeins sextán ára og 271 daga gamall. Var valinn besti ungi leikmaðurinn hjá Everton á síðasta tímabili. Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Sjá meira
Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska. The Sun tók saman nöfn ellefu ungra leikmanna sem gætu fengið tækifæri hjá Capello.Joe Hart, Manchester City, markvörður Þessi tvítugi strákur ýtti Andreas Isaksson á bekkinn og er aðalmarkvörður City. Hann á átta U21 landsleiki að baki og ekki langt þangað til við fáum að sjá hann með A-landsliði Englands.Scott Carson, Aston Villa, markvörðurHann átti sök á fyrsta marki Króatíu í leiknum sem skemmdi EM-draum Englands. Þrátt fyrir það er hann talin ein bjartasta markmannsvon Englands. Hefur leikið vel fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Leighton Baines, Everton, varnarmaðurÞessi vinstri bakvörður Everton hefur staðið sig vel síðan hann var keyptur frá Wigan síðasta sumar. Þar sem Ashley Cole hefur skort stöðugleika síðasta ár er ekki ólíklegt að Baines fái tækifærið. Nedum Onuoha, Manchester City, varnarmaðurHefur vart stigið feilspor hjá City á tímabilinu. Hann lék sinn fyrsta leik aðeins sautján ára tímabilið 2004-05 og var með fyrirliðabandið í deildabikarleik gegn Bristol City síðasta tímabil. Hann er fastamaður í U21 landsliðinu.Steven Taylor, Newcastle, varnarmaðurÞrátt fyrir að Newcastle hafi ollið vonbrigðum á tímabilinu þá hefur Steven Taylor staðið fyrir sínu. Getur leikið í öllum stöðum í vörninni og gæti það hjálpað honum að fá tækifærið. Á 23 landsleiki að baki fyrir U21 landsliðið.David Bentley, Blackburn, miðjumaðurHefur leikið virkilega vel síðan hann kom frá Arsenal í janúar 2006. Fyrst var talað um hann sem arftaka Dennis Bergkamp en tækifærin hjá Arsenal voru af skornum skammti. Bentley lék sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn fyrir Shau Wright-Phillips í leik gegn Ísrael í september.James Milner, Newcastle, miðjumaðurVængmaður sem hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Newcastle á tímabilinu. Mikill liðsmaður með góða tækni og tilfinningu fyrir boltanum. Gæti veitt Joe Cole samkeppni um vinstri kantinn. Gabriel Agbonlahor, Aston Villa, miðjumaðurÞessi 21. árs leikmaður hefur verið frábær á tímabilinu og er markahæsti leikmaður Villa með sjö mörk. Þegar hefur Fabio Capello lýst yfir dálæti sínu á leikmanninum og ekki ólíklegt að hann verði í hópnum gegn Sviss.Ashley Young, Aston Villa, miðjumaðurEinn skemmtilegasti leikmaður enska boltans. Var keyptur fyrir háar fjárhæðir frá Watford fyrir ári síðan. Er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Aston Villa. Var í enska landsliðshópnum gegn Rússlandi og Ísrael. Lék sinn fyrsta landsleik í vináttulandsleik gegn Austurríki.Theo Walcott, Arsenal, sóknarmaðurÞessi eldsnöggi strákur var óvænt í landsliðshópi Englands á HM 2006. Hann lék þó ekkert á mótinu en enn er eru þó miklar væntingar til hans. Capello hlýtur að vonast til að Arsene Wenger fari að gefa honum stærra hlutverk í liðinu svo hæfileikar hans blómstri enn frekar.James Vaughan, Everton, sóknarmaðurBætti met Wayne Rooney þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Everton og þegar hann skoraði gegn Crystal Palace í apríl 2005. Hann var aðeins sextán ára og 271 daga gamall. Var valinn besti ungi leikmaðurinn hjá Everton á síðasta tímabili.
Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Sjá meira