Fótbolti

Crouch og Wright-Phillips í landsliðið

Peter Crouch er kominn í landsliðshóp Englendinga á ný
Peter Crouch er kominn í landsliðshóp Englendinga á ný NordicPhotos/GettyImages

Fabio Capello tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki Englendinga gegn Kasakstan og Hvíta-Rússlandi í þessum mánuði.

Athygli vekur að þeir Peter Crouch frá Portsmouth og Shaun Wright-Phillips eru komnir í hópinn á ný, en Joe Cole hjá Chelsea var ekki valinn eftir að hafa farið meiddur af velli í leik Chelsea og Aston Villa í dag.

Þeir David Bentley og Jonathan Woodgate hjá Tottenham hlutu ekki náð fyrir augum þjálfarans og sömu sögu er að segja um Ashley Young hjá Aston Villa.

Michael Owen er ekki í hópnum að þessu sinni en markvörðurinn Scott Carson var valinn í stað Paul Robinson sem er meiddur. Jimmy Bullard var ekki valinn að þessu sinni eftir að hafa verið í síðasta hóp Capello, en David Beckham heldur sæti sínu.

Hópur Englendinga:

Markverðir: James (Portsmouth), Green (West Ham), Carson (West Brom);

Varnarmenn: Brown (Manchester United), Johnson (Portsmouth), Terry (Chelsea), Ferdinand (Manchester United), Lescott (Everton), Upson (West Ham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea);

Miðjumenn: Beckham (Los Angeles Galaxy), Walcott (Arsenal), Barry (Aston Villa), Jenas (Tottenham), Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Manchester City);

Framherjar: Heskey (Wigan), Crouch (Portsmouth), Rooney (Manchester United), Defoe (Portsmouth)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×