Enski boltinn

Rosicky úr leik hjá Arsenal

NordcPhotos/GettyImages

Tékkneski miðjumaðurinn Tomas Rosicky hjá Arsenal spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla og á ekki góðar vonir um að spila með Tékkum á EM í sumar.

Rosicky hefur ekki spilað með Arsenal síðan í sigurleik liðsins gegn Newcastle í bikarkeppninni í janúar, en læknir tékkneska landsliðsins segir útlitið ekki gott.

"Það er möguleiki á að meiðslin skáni á næstu tveimur vikum, en þau gætu líka varað í þrjá mánuði. Hann hefur þegar misst úr tvo mánuði og því er vandamálið erfitt viðureignar. Við erum ekki tilbúnir til að taka áhættu með því að tefla honum fram á EM ef hann nær sér ekki, en hann hefur þegar sætt sig við að spila ekki meira á Englandi á leiktíðinni. Ég hef áhyggjur af því að hann missi af EM," sagði læknirinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×